Samband Garðyrkjubænda

Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lambhagi 35 ára og stækkar og stækkar!

Hafberg Þórisson tekur á móti gjöf og virðingarvotti frá Sambandi garðyrkjubænda. Frá vinstri: Sveinn A. Sæland, formaður SG og blómabóndi á Espiflöt, Hafberg, Óskar Kristinsson, kartöflubóndi úr Þykkvabæ, Helga Ragna Pálsdóttir, garðplöntuframleiðandi frá Kjarri og Þorleifur Jóhannesson, varaformaður SG og grænmetisframleiðandi á Flúðum.   Eftir hefðbundinn stjórnarfund Sambands garðyrkjubænda, þann 11. desember, heimsóttu stjórnarmenn Hafberg Þórisson í Lambhaga sem þessa dagana fagnar tveimur stórum áföngum. Í ár eru 35 ár síðan Hafberg, garðyrkjubóndi, stofnaði fyrirtækið en það er eitt af fáum lögbýlum sem enn eru innan borgarmarka Reykjavíkur. Samtímis afmælisveislunni fagnar Hafberg.. meira

Kolefnisspor íslenskra garðyrkjuafurða minna en innfluttra vöru

Kolefnisspor garðyrkjunnar Á haustfundi garðyrkjunnar, 22. nóvember 2014,  kynnti Eymundur Sigurðsson, verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar, rannsókn á kolefnisspori garðyrkjuafurða. Ákveðið var að rannsaka og bera saman  fótspor nokkurra tegunda, íslenskra og innfluttra, grænmetis, afskorinna blóma og garðplantna. Við rannsóknina var ákveðið að reikna fótspor íslenskra afurða svo hægt yrði að.. meira

Sveinn A. Sæland hættir sem formaður garðyrkjubænda

Sveinn hættir sem formaður garðyrkjubænda Í ávarpi sínu við uppha haustfundar Sambands garðyrkjubænda tilkynnti Sveinn A. Sæland að á næsta aðalfundi félagsins gæfi hann ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður félagsins. Sveinn hefur verið formaður síðastliðin fimm ár af þeim átta árum sem hann hefur setið í stjórn félagsins en hann,.. meira
English
Hafa samband