Kolefnisspor íslenskra garðyrkjuafurða minna en innfluttra vöru

Kolefnisspor garðyrkjunnar Eymundur Sigurðsson, verkfræðingur, kynnir niðurstöðurnar.

Á haustfundi garðyrkjunnar, 22. nóvember 2014,  kynnti Eymundur Sigurðsson, verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar, rannsókn á kolefnisspori garðyrkjuafurða. Ákveðið var að rannsaka og bera saman  fótspor nokkurra tegunda, íslenskra og innfluttra, grænmetis, afskorinna blóma og garðplantna.

Við rannsóknina var ákveðið að reikna fótspor íslenskra afurða svo hægt yrði að bera þær saman við innfluttar sambærilegar afurðir.

Kolefnisspor (carbon footprint) er mælikvarði sem notaður er til þess sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingarnar. Mælikvarðinn vísar til þess magns gróðurhúsalofttegunda sem við losum beint eða óbeint í okkar daglega lífi. Mælieiningin er ígildi kg. CO2 / tonn af framleiddir vöru.

Niðurstöður eru þær að innlend framleiðsla hefur minna kolefnisspor en innflutt vara. Þau atriði sem skiptu mestu máli eru hvers konar orku er verið að nota við ræktun, umbúðir utan vöruna og flutningur vörunnar á markað..

Nánar verður gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar á næstunni.

 

Bjarni Jónsson

Til baka