Lambhagi 35 ára og stækkar og stækkar!

Hafberg Þórisson tekur á móti gjöf og virðingarvotti frá Sambandi garðyrkjubænda. Frá vinstri: Sveinn A. Sæland, formaður SG og blómabóndi á Espiflöt, Hafberg, Óskar Kristinsson, kartöflubóndi úr Þykkvabæ, Helga Ragna Pálsdóttir, garðplöntuframleiðandi frá Kjarri og Þorleifur Jóhannesson, varaformaður SG og grænmetisframleiðandi á Flúðum. Hafberg Þórisson tekur á móti gjöf og virðingarvotti frá Sambandi garðyrkjubænda. Frá vinstri: Sveinn A. Sæland, formaður SG og blómabóndi á Espiflöt, Hafberg, Óskar Kristinsson, kartöflubóndi úr Þykkvabæ, Helga Ragna Pálsdóttir, garðplöntuframleiðandi frá Kjarri og Þorleifur Jóhannesson, varaformaður SG og grænmetisframleiðandi á Flúðum.

 

Eftir hefðbundinn stjórnarfund Sambands garðyrkjubænda, þann 11. desember, heimsóttu stjórnarmenn Hafberg Þórisson í Lambhaga sem þessa dagana fagnar tveimur stórum áföngum.

Í ár eru 35 ár síðan Hafberg, garðyrkjubóndi, stofnaði fyrirtækið en það er eitt af fáum lögbýlum sem enn eru innan borgarmarka Reykjavíkur. Samtímis afmælisveislunni fagnar Hafberg því að vera búinn að fjárfesta í og reisa 7.000 fermetra til viðbótar við þá 6.000 m2 sem stöðin var og er Lambhagi því orðin stærsta garðyrkjustöð landsins með sína 13.000 m2!

Hafberg áætlar að taka nýja húsið í notkun í nokkrum áföngum enda erfitt að auka framleiðsluna í einu vetfangi. Að vísu mun Hafberg, auk þess að rækta sitt gæða salat, bæta við nýjum tegundum sem ekki hafa verið framleiddar hér á landi. Í nýja húsinu verður einnig gott rými fyrir pökkun afurðanna og þar verður einnig kælir.

Lambhagi er stærsti framleiðandi blaðsalats á Íslandi auk þess að vera í fararbroddi fyrir þróun og nýjungum í salatræktun en því til viðbótar eru framleiddar ýmsar kryddjurtir og hið fræga hveitigras sem margir kaupa sér til þess að útbúa sér grænt „skot“ á morgnanna! Neytendur kunna að meta ferskleika saltsins en það líða vart meira en 24 klukkutímar frá því að varan er upp skorin og þar til hún er lent í hillum smásala á höfuðborgarsvæðin og oft enn skemmri tími en það!

Samband garðyrkjubænda óskar Hafbergi innilega til hamingju með áfangana og óskar honum góðs gengis í framtíðinni!

 

Bjarni Jónsson

Lambhagi að slíta barnskónum um 1980.

Lambhagi að slíta barnskónum um 1980.

Lambhagi 35 ára

Nokkrum árum síðar!

Mynd tekin sumarið 2014 og sjá má öll gróðurhús fyrirtækisins og nýi áfanginn, "aðeins 7.000 fermetrar, til hægri og neðst í mynd.

Mynd tekin sumarið 2014 og sjá má öll gróðurhús fyrirtækisins og er nýji áfanginn, „aðeins 7.000 fermetrar, til hægri og neðst í mynd. Vesturlandsvegurinn í baksýn og er nú ekki langt í burtu! Gróskan hefur aukist til muna í kringum fyrirtækið.

Í þessari lengju eru 16.000 plöntur!

Í þessari lengju eru 16.000 plöntur!

Lambhagi 35 ára og salat

Hver vill ekki borða þessa frábæru afurð?

Hver vill ekki borða þessa frábæru afurð?

Til baka