Blóm

„Íslensk blóm“ – skilgreining

Íslensk blóm eru afskorin blóm og stofublóm sem ræktuð eru á Íslandi af fræjum, laukum, hnýðum og órótuðum græðlingum. Einnig af rótuðum græðlingum sem hafa vaxið á Íslandi í a.m.k. 2 mánuði og voru fluttir inn í pottum að hámarksstærð 6 cm.

 

Afskorin blóm í samsettum blómvöndum eru íslensk blóm ef vöndurinn er að öllu leyti íslensk ræktun skv. ofangreindu. Blómvöndur sem merktur er íslensk blóm má að hámarki innihalda fylliefni (skv. tollnr. 0604: ,,Lauf, greinar og aðrir plöntuhlutar, án blóma eða blómknappa og grös, mosi og skófir, sem notað er í vendi eða til skrauts, nýtt, þurrkað, litað, bleikt, gegndreypt eða unnið á annan hátt”) sem nemur 10% af heildsöluverðmæti vandarins.

 

Að öðru leyti / nánar vísað í tollalög, þ.e. lög nr. 88 / 2005.