Grænmeti

„Íslenskt grænmeti“ – Skilgreining

Íslenskt grænmeti er grænmeti, sveppir og krydd sem ræktað er upp af fræi/grói á Íslandi.

Íslensk jarðarber eru jarðarber af plöntum ræktuðum á Íslandi af smáplöntum eða órótuðum græðlingum.

 

„Íslenskar kartöflur“ – Skilgreining

Íslenskar kartöflur eru þær kartöflur sem  ræktaðar eru í íslenskum jarðvegi í eitt sumar.

Þeir sem hyggjast selja karöfluútsæði, þurfa til þess sérstakt leyfi. Um það má fræðast nánar í reglugerð nr. 455/2006.  Í þeirri reglugerð er einnig kveðið á um stofnútsæðisræktun hérlendis.   Tilgangur stofnræktunar er einkum að stuðla að framleiðslu á arfhreinu, uppskerumiklu og heilbrigðu útsæði af þeim afbrigðum, sem hér eru mikilvægust í ræktun og verjast utanaðkomandi sjúkdómum og meindýrum.